7 færslur fundust merktar „wow air“

Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
14. apríl 2021
WOW air féll 28. mars 2019.
Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar vegna falls WOW air er tilbúin
Skýrsla Ríkisendurskoðunar þar sem rýnt er í aðgerðir Samgöngustofu og Isavia í aðdraganda þess að WOW air varð gjaldþrota í lok í mars 2019 er tilbúin. Gera má ráð fyrir að úttektin verði tekin til umræðu í þingnefnd eða -nefndum eftir páska.
26. mars 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni.
Arion banki færði niður eignir um 2,1 milljarð
Arion banki hefur þurft að færa niður virði eigna vegna gjaldþrots WOW air og Primera air, sem bæði voru lántakar hjá bankanum og eru nú bæði gjaldþrota.
10. ágúst 2019
WOW air greiðir hærri vexti en önnur flugfélög
Bloomberg segir að vextirnir sem WOW air borgar vegna skuldabréfaútgáfu sinnar séu hærri en vextir í útboðum annarra evrópskra flugfélaga sem farið hafa fram á síðustu árum.
21. september 2018
Ætlar að selja tæplega helminginn í WOW air
Skúli Mogensen segir WOW air ætla að safna um 200 til 300 milljónum dollara, eða 22 til 33 milljörðum íslenskra króna, í nýtt hlutafé í hlutafjárútboði sem fyrirtækið ætlar að ráðast í á næstu tveimur árum.
17. september 2018
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air.
Hlutabréf í Icelandair rjúka upp – Ástæðan er óvissan um framtíð WOW air
Hlutabréf í nær öllum félögum í íslensku kauphöllinni hafa fallið í verði það sem af er degi. Helsta undantekningin þar er Icelandair sem hefur rokið upp. Talið að ástæðan sé yfirvofandi tíðindi af stöðu WOW air.
11. september 2018
Gagnrýna gjafabréf Icelandair og WOW
Neytendasamtökin gagnrýna alltof stuttan gildistíma gjafabréfa sem keypt eru hjá íslensku flugfélögunum Icelandair og WOW air. Samtökin telja eðlilegt að gildistími slíkra bréfa sé fjögur ár, sem er almennur fyrningarfrestur á kröfum.
11. júlí 2018